133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[23:58]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur ítrekað komið fram í umræðunni að stjórnarskrárákvæði eiga að vera skýr. Ég get ekki betur heyrt en að stjórnarliðar sem leggja þetta fram leggi að einhverju leyti mismunandi merkingu í þetta. Þó vil ég að hv. þingmaður skeri úr um hvort hann leggi sömu merkingu í þetta ákvæði og hæstv. umhverfisráðherra sem flutti ágæta ræðu um það að með ákvæðinu væri verið að koma í veg fyrir að hefðarréttur væri að myndast. Það væri fróðlegt að fá álit hv. þingmanns vegna þess að hann er lögfræðingur. Ef einhver hefðarréttur hefur myndast, hvað er það há prósenta sem hefur þá myndast af þeirri úthlutun sem hefur farið fram?