133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[00:14]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég skulda hv. þingmanni engin svör um það með hvaða hætti ég mun greiða atkvæði í þessu máli. Hv. þingmaður getur ekki krafið mig neinna svara um það þrátt fyrir að hann telji sig mikinn og sé 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ég mun einfaldlega fara faglega yfir þetta mál í nefndinni en ég er viss um að hv. þm. Össur Skarphéðinsson mun fylgjast spenntur með ljósinu þegar ég greiði atkvæði en hann verður að bíða þangað til.