133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[00:46]
Hlusta

Ingvi Hrafn Óskarsson (S) (andsvar):

Eins og hv. þm. Sigurjón Þórðarson talar finnst mér ekki benda til þess að það sé mikill sáttahugur í honum. Sáttin snýst auðvitað um að móta reglur á þessu sviði sem stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlindanna og að staðið sé að því með sem bestum hætti.

Það er náttúrlega gríðarleg einföldun í málinu þegar þingmaðurinn talar eins og að hægt sé að kenna kvótakerfinu um allar breytingar í búsetumynstri á landinu. Það er stórkostleg einföldun og hvorki hægt að tala um málið né leggja það upp með þeim hætti.