133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[00:49]
Hlusta

Ingvi Hrafn Óskarsson (S) (andsvar):

Í fyrsta lagi er spurt hvers vegna eigi að halda í núverandi kerfi. Svarið er einfalt: Það hefur reynst ákaflega vel og hefur átt mikinn þátt í efnahagslegri velsæld þjóðarinnar.

Í annan stað er spurt hvort sjálfstæðismönnum sé sama um landsbyggðina. Ég heyrði að hv. þingmaðurinn ræddi sérstaklega um Vestfirði. Ég er einmitt uppalinn þar og fylgist auðvitað vel með því sem þar gerist. Það er alger óþarfi að tala með þeim hætti sem þingmaðurinn gerði hér áðan, eins og að þar sé allt í volli. (Gripið fram í.) Þar eru mikil tækifæri, og mikil uppbygging hefur verið á því svæði sem hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með á síðustu árum. Það er auðvitað rétt að undanfarna daga hefur verið rætt um ákveðin áföll í atvinnulífinu. En það er mjög langsótt, sérstaklega það sem hefur verið rætt síðustu daga, að tengja það kvótakerfinu. Það er fráleitt. (Gripið fram í: Fráleitt.)