133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:37]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að við hv. þm. Sigurjón Þórðarson verðum ekki sammála um þessi mál. Okkur hefur tekist, m.a. vegna kosta aflamarkskerfisins, að byggja upp fyrirtæki á Íslandi sem eru að keppa á alþjóðamörkuðum í sölu sjávarafurða. Ég held að allir sem skoða fyrirkomulagið annars staðar sjái að þar er sjávarútvegurinn ekki rekinn með hagnaði og er ekki í góðri samkeppnisstöðu. Kostir aflamarkskerfisins eru ótvíræðir að okkar mati. Hér hafa vaxið upp mjög öflug fyrirtæki sem skila miklu inn í þjóðarbúið. (Gripið fram í.) Þetta hefur verið farsælt kerfi fyrir okkur þannig að við höfum talið kostina vera mun fleiri en gallana og þess vegna höfum við stutt það.