133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:40]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Með aflamarkskerfinu hefur tekist að hagræða mjög verulega í sjávarútveginum og ég held að allir sjái það sem vilja vera réttlátir að með þessu kerfi náum við miklu meira út úr þeim afla sem kemur upp úr sjó en ef slíkt kerfi væri ekki fyrir hendi. Með kerfinu er hægt að færa fiskveiðiheimildir á milli aðila og menn gera það til að hámarka nýtinguna á fiskiskipaflota sínum. Með þessu kerfi er aflinn fullnýttur eins og hægt er. Þetta skapar líka samstöðu um að reyna að horfa til framtíðar varðandi þennan stofn. Menn hafa hagsmuni af því að nýta afurðina vel og fá sem hæst verð fyrir hana. Þetta hefur skapað mikinn stöðugleika í greininni. (Forseti hringir.) Þetta er það sem við teljum hafa skilað miklu í þjóðarbúið.