133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:42]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel að þær auðlindir sem rætt er um þegar við erum að tala um þjóðareign eða sameign séu þær sem eru sameign, þ.e. þær sem ekki eru háðar einkaeignarrétti. Um þær sem eru háðar einkaeignarrétti hlýtur að gilda annað, a.m.k. eins og ég skil málið. Þá eru þær einkaeign og geta þar af leiðandi ekki verið í þjóðareign. Ég tel að hér sé um að ræða þær náttúruauðlindir sem við lítum svo á að séu einhvers konar þjóðareign eða sameign þjóðarinnar, þ.e. að þær (Gripið fram í.) séu ekki einkaeign, séu ekki háðar einkaeignarrétti.