133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:43]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er bara nákvæmlega sammála hæstv. ráðherra um þetta atriði. Þannig á þetta að vera en hér hafa menn talað aldeilis á annan veg. Ákvæðið er líka á annan veg, það er meira að segja skýrt á annan veg í greinargerðinni, ákvæðið á við um allar auðlindir á Íslandi hvort sem þær eru í einkaeign eða ekki samkvæmt þeim skýringum sem hér hafa komið fram í dag. Ég er sammála hæstv. ráðherra um að svoleiðis á það ekki að vera. Þess vegna þurfa menn að skýra þetta í meðförum nefndarinnar og afgreiðslu Alþingis þannig að ekki fari á milli mála að það sé sá skilningur sem hér er á ferðinni sem hæstv. ráðherra og við í stjórnarandstöðunni höfum öll.