133. löggjafarþing — 87. fundur,  13. mars 2007.

úrvinnslugjald.

694. mál
[14:02]
Hlusta

Frsm. umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég flyt fyrir hönd umhverfisnefndar frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum. Hér er um að ræða mjög tæknilegan hlut og það var vitað er við gengum frá frumvarpinu á sínum tíma, þ.e. þegar við gengum frá lögunum um úrvinnslugjald á sínum tíma, að við mundum verða oft í þessum sal að flytja frumvarp til laga um breytingu á hinum ýmsu gjöldum.

Til að setja þingheim í snertingu við það hversu tæknilegt þetta er ætla ég að gera þingheimi það að lesa eftirfarandi breytingu á viðaukum við lögin, að minnsta kosti hluta af þeim, virðulegi forseti.

„a. Í stað umbúðanúmeranna 03019; 03026; 03035; 03036; 06031; 06041; 08026; 17019; 20096; 20097; 21021; 82013; 85176 … kemur: 030190; 030260; 030350; 030360; 060310; 060410; 080260; 170190; 200960; 200970; 210210; 820130; 851760 …“ — O.s.frv.

„b. Umbúðanúmerið 1701999 og síðara umbúðanúmeranna 2009 falla brott.

c. Hlutfallstölur við umbúðanúmerin 3923; 481910; 481920; 481930; 481940; 481950 verða: 1,0%, 100,0%; 100,0%, 0,0%; 100,0%, 0,5%; 100,0%, 0,5%; 100,0%, 0,0%; 100,0%, 4,0%.

d. Við bætast eftirfarandi umbúðanúmer ásamt hlutfallstölum: 46, 0,0%, 0,0%; 48115101, 100,0%, 0,0%; 48115901, 100,0%, 0,0%; 48116001 100,0%, 0,0%; 62, 0,0%, 0,0%.“

Ef einhver er að velkjast í vafa, virðulegi forseti, um að hér sé um tæknilegt mála að ræða þá held ég að þessi upplestur hafi gert þeim það ljóst að þannig er þeim málum fyrir komið.