133. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2007.

þingstörfin fram undan.

[11:24]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill upplýsa það að ekki hefur borist nein beiðni frá sérnefnd um stjórnarskrármál um að gera hlé á fundum þingsins til að hún hafi ráðrúm til að halda fleiri fundi í þessari nefnd. (ÖS: Kannski er formaðurinn …) Að sjálfsögðu mun forseti taka það til skoðunar ef slík beiðni berst.