133. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[14:46]
Hlusta

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er samræða sem er mjög erfið. Hver samþykkir svo samningana sem þau hafa gert? Hvað gerist ef maður samþykkir þá ekki? Hvernig mat er haft á þeim flokkum sem ekki greiða einhverjum samningi atkvæði eða greiða ekki atkvæði gegn honum?

Við þekkjum þessa umræðu alla. Það sem við stöndum frammi fyrir er að hér eru gerðir tveir samningar, mjólkursamningur og sauðfjársamningur til sex ára upp á 3,3 milljarða á ári og ég benti á að við niðurfellingu tolla er áætlað — og þetta eru útreikningar frá forstjóra Hagstofunnar — að 1,8 milljarðar komi inn vegna breytinga á umsvifum. Við erum að tala þarna um 5 milljarða sem er hægt að setja á vogarskálina til að gera breytingar. Ef menn hugleiða að það eru að verða breytingar og ætla sér eitthvað með tollabreytingar hefði e.t.v. mátt framlengja þann samning um eitt eða tvö ár. Það er ekki gert. Núna er búinn til nýr samningur til sex ára þannig að hann rennur út árið 2013. Af hverju er bændur kvíðafullir? Þeir eru kvíðafullir af því að þeir eru ekki alveg sáttir við samninginn. Það er sama óöryggið í þeirra röðum eins og áður en samningurinn var gerður en það er búið að læsa þá líka inni í samningi.