133. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2007.

veiting ríkisborgararéttar.

701. mál
[18:26]
Hlusta

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga frá allsherjarnefnd um veitingu ríkisborgararéttar. Nefndinni bárust 36 umsóknir um ríkisborgararétt á þessu þingi en samkvæmt 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum.

Nefndin leggur til að 18 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni og ég leyfi mér að vísa til 1. gr. frumvarpsins um nöfn þeirra einstaklinga.

Virðulegi forseti. Ég mælist til þess að málið fari ekki til allsherjarnefndar eftir þessa umræðu þar sem málið stafar frá nefndinni.