133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

samkomulag við Færeyjar og Grænland um skipti á ræðismönnum.

69. mál
[21:40]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu sem ég flyt um tillögu til þingsályktunar um samkomulag við Færeyjar og Grænland um skipti á ræðismönnum. Í umræðu um tillöguna fyrr í þessari viku kom fram gagnrýni á orðalag og breytingartillagan er um að tillögugreinin orðist svo:

Alþingi skorar á ríkisstjórnina, með hliðsjón af ályktun Vestnorræna ráðsins á ársfundi 2006, að gera samkomulag við landsstjórnir Færeyja og Grænlands um skipti á ræðismönnum. Ríkisstjórnin er hvött til að ræða við landsstjórnirnar um möguleikann á því að reka sameiginlegar ræðismannsskrifstofur.