133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

samvinna vestnorrænna landa í baráttunni gegn reykingum.

77. mál
[21:42]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti utanríkismálanefndar um tillögu til þingsályktunar um samvinnu vestnorrænna landa og upplýsingamiðlun í baráttu gegn reykingum. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svohljóðandi breytingartillögu sem ég flyt um að tillögugreinin orðist svo:

Alþingi skorar á ríkisstjórnina, með hliðsjón af ályktun Vestnorræna ráðsins á ársfundi 2006, að auka samvinnu við landsstjórnir Færeyja og Grænlands í baráttunni gegn reykingum. Upplýsingamiðlun milli landanna verði efld og haldin námsstefna fyrir vestnorrænar heilbrigðisstéttir um málið.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með þessari breytingu.