133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

stjórn fiskveiða.

459. mál
[23:01]
Hlusta

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þær umsóknir sem berast ráðherra verði aðallega frá þeim sem ekki eru með vinnslu. Hægt er að nefna sveitarfélög sem hafa sameinast eins og gerðist í kjördæmi okkar hv. þm. Jóns Gunnarssonar, t.d. kvótann sem kemur á Eyrarbakka. Þar er ekki vinnsla.

Ég sé fyrir mér að nokkur slík dæmi muni koma til ráðherra. Einnig eru dæmi þess að verðlagsmál geti ruglað þetta. Þeir sem eru með lítinn kvóta og hafa ekki svigrúm til að skapa á móti gætu hugsanlega sótt um aðeins minna en tonn á móti tonni.