133. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[15:05]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég virði þessar konur mikils. Þetta er ómerkileg umræða af hálfu hv. þingmanns. Hins vegar fóru þeir fyrir samninganefndinni Haraldur Benediktsson og Jóhannes Sigfússon og ég vildi láta þá vita í hvaða stöðu málið væri. Gunnar vinur minn Sæmundsson í Hrútatungu hafði margoft rætt þetta mál við mig sem aðrir höfðu ekki gert. Við höfðum tekist á um það og deilt eins og menn gera. Ég vildi láta hann vita, af því hann hafði rætt það við mig, í hvaða stöðu þetta mál væri og koma þar beint framan að honum.

Hér er bara ómerkilegur málflutningur hv. þm. Jóns Bjarnasonar, að reyna að búa hér til eitthvað móment um að ég hafi ekki hringt í konurnar. Þetta er óheiðarleg pólitík, hæstv. forseti.