133. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2007.

veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi.

643. mál
[18:20]
Hlusta

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni fyrir þetta. Þetta var réttmæt athugasemd varðandi heitið á lögunum en okkur var tilkynnt að þetta passaði kannski best inn í þessi lög.

Ég er sammála því að það þarf að efla Gæsluna enn frekar og hún er það mikilvæg fyrir okkur bæði í eftirliti og öryggisþáttum þannig að við þurfum að efla starfsemi hennar. Hún er mikilvæg fyrir allt samfélagið okkar.