133. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2007.

veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi.

643. mál
[18:22]
Hlusta

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að menn eru að læðast hér inn í landhelgina og við erum með þessu að taka á sjóræningjaveiðum. Við erum að reyna að skerpa lögin til að styrkja rétt Landhelgisgæslunnar til að hafa eftirlit og hugsanlega að fara í aðgerðir á hafi úti eins og við þekkjum frá því í gamla þorskastríðinu þegar klippurnar voru notaðar. Þetta verður því bara sterkara.

Ég er sammála hv. þm. Jóni Gunnarssyni að við eigum að horfa til Suðurnesja. Þar er öll aðstaða til staðar ef Gæslan verður flutt.