133. löggjafarþing — 93. fundur,  17. mars 2007.

sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands.

431. mál
[11:15]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er alveg sannfærður um að þessi sameining mun styrkja og efla kennaranám á háskólastigi og að þau samlegðaráhrif sem munu nást af sameiningunni muni leiða til þeirrar niðurstöðu og að sameiningin muni líka leiða til þess að rannsóknir á þessu sviði verði öflugri og umfangsmeiri en nú er.

Ég tel líka að þessi sameining og þær fyrirætlanir sem eru á borðinu muni leiða til dýpra og fyllra háskólanáms og að það muni á endanum leiða til þess að kennaranám lengist úr fjórum árum í fimm og verði með sambærilegum hætti og aðrar námsgreinar, þ.e. að lagt verði upp með þriggja ára BA-nám og í kjölfarið tveggja ára nám til mastersprófs.

Ég tel að það sé í spilunum og að á endanum munum við sjá fram á öflugri og betri kennaramenntun en nú er.