133. löggjafarþing — 93. fundur,  17. mars 2007.

málefni aldraðra.

560. mál
[12:42]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil í andsvari við hv. þm. Mörð Árnason taka undir með honum að það er nauðsynlegt að ráðherra komi. Það vantar skýringar á peningalegum þætti frumvarpsins. Það vantar skýringar á ýmsu öðru. Full ástæða væri einnig fyrir hæstv. ráðherra að gefa skýringar á úthlutununum úr sjóðnum sem ég var að fá svar við. Sömuleiðis hvort hún er enn þá að veita styrki úr sjóðnum út og suður núna rétt fyrir kosningar.

Ég tek undir með hæstv. forseta að málinu verði ekki lokið fyrr en ráðherra hefur komið hér og skýrt ýmsa þætti sem eru óljósir eftir að ég fékk þetta svar um úthlutanir úr framkvæmdasjóðnum og ýmsum fleiri þáttum sem ráðherra þarf að svara áður en við afgreiðum málið.

Ég nota andsvarsformið hér vegna þess að ég ætla ekki að eyða ræðutíma mínum í þetta nema ef ráðherra kæmi og gæti gefið skýringar því ég er með nokkrar aðrar spurningar til hæstv. ráðherra áður en við afgreiðum málið.