133. löggjafarþing — 93. fundur,  17. mars 2007.

sóttvarnalög.

638. mál
[14:07]
Hlusta

Frsm. heilbr.- og trn. (Guðjón Ólafur Jónsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti heilbrigðis- og trygginganefndar á þingskjali 1145 um frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum.

Frumvarpið er tvískipt. Annars vegar var lagt til að stofnað yrði sérstakt embætti sóttvarnalæknis og hins vegar sneri frumvarpið að því að laga íslenskan rétt að nýrri alþjóðaheilbrigðisreglugerð sem samþykkt var á vegum alþjóðaheilbrigðisþingsins og öðlast gildi 15. júní 2007.

Sátt var um það í heilbrigðis- og trygginganefnd að fella á brott ákvæði um embætti sóttvarnalæknis og koma breytingartillögur þar að lútandi fram á þingskjali 1146.

Að öðru leyti leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Auk mín skrifa undir nefndarálitið hv. þingmenn Drífa Hjartardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Pétur H. Blöndal, Kristján L. Möller, Guðjón Hjörleifsson og Þuríður Backman.

Hv. þm. Valdimar Leó Friðriksson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og var samþykkur áliti hennar.