133. löggjafarþing — 93. fundur,  17. mars 2007.

fjarskipti.

436. mál
[14:23]
Hlusta

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Andsvar mitt felst eiginlega í því að staðfesta orð hv. þm. Önnu Kristínar Gunnarsdóttur varðandi ruslpóstinn og samkomulag notenda þjónustunnar við þann sem hana veitir. Í umræðunni kom jafnframt upp skilgreiningin á ruslpósti. Hvað er ruslpóstur? Það er einföld skýring, það er bara óumbeðinn póstur. Það er ruslpóstur. Menn hafa hingað til getað samið um að þjónustufyrirtæki síuðu slíkan póst frá. En hins vegar er það rétt, eins og hv. þingmaður kom inn á, að það eru ekki allir sem vita það, en með orðum hv. þingmanns og þeim sem ég segi hér, þá er rétt að í skilgreiningu laganna er fyrirtækjunum heimilt að gera samkomulag og samninga við notendur um að ruslpóstur sé síaður frá til þess að losna við óþægindi af honum.