133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

orð fjármálaráðherra.

[18:42]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að nota þetta tækifæri til að vekja athygli hæstv. forseta á því að ég hygg að hæstv. fjármálaráðherra hafi sagt eina sanna setningu hérna áðan, þ.e. þegar hann ávarpaði beint — sem hann auðvitað á ekki að gera, hæstv. forseti, undir þinni fundarstjórn — hv. þm. Ögmund Jónasson og sagði við hann: Ég hef bætt kjör þín.

Það er sennilega rétt því að við erum hátekjumenn hérna, þingmenn.