133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

embætti landlæknis.

273. mál
[19:37]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Sannarlega greiðum við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði málinu atkvæði okkar en ég vil taka það fram enn og aftur, eins og ég rétt náði að nefna í dag, að þegar frumvarpið verður orðið að lögum verður að sjá til þess að landlæknisembættið fái nægilegan mannafla og m.a. þarf að ráða lögfræðing við embættið til þess að sinna þeim verkefnum sem við höfum hér með verið að fela embættinu.