133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis.

41. mál
[21:41]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Frú forseti. Ég get tekið undir persónulegar efasemdir eða fyrirvara framsögumanns og deili ég þeim með honum. Ég hef ekki tekið mikla sannfæringu í málinu. Þetta þingmál er nokkuð gamall kunningi. Ég segi bara við þessar aðstæður að ég er ákaflega feginn því að Ísland skuli ekki eiga gunnfána. Það verður þá aldrei nema þjóðfáninn sem kemur inn í þingsalinn.

Auk þess hefði ég getað hugsað mér, í ljósi þess að í ár er 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, að þriðja hlutnum yrði þá bætt við inn í þingsalinn og Jónas fengi að vera á veggnum hérna á móti þannig að þeir horfðust á yfir þingsalinn Jónas og Jón. Þá væri kannski gott að hafa fána einhvers staðar mitt á milli þeirra.