133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

skattlagning kaupskipaútgerðar.

660. mál
[21:44]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um skattlagningu kaupskipaútgerðar frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd. En það er að finna á þskj. 1259.

Ég ætla hvorki að lesa um gesti sem komu á fund nefndarinnar né innihald frumvarpsins. Það er allt að finna á fyrrgreindu þingskjali. En ég vil geta þess að nefndin leggur til breytingu á skattstiga til einföldunar þannig að skattstofninn verði 30 kr. á hver 100 nettótonn að 25.000 nettótonnum. Af þeirri fjárhæð verði svo greiddur 18% skattur. Breytingin veldur mest 1.360 kr. lægri skatttekjum miðað við frumvarpið.

Hv. þm. Ögmundur Jónasson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þm. Pétur H. Blöndal, Jóhanna Sigurðardóttir með fyrirvara, Dagný Jónsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, með fyrirvara, Birgir Ármannsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, með fyrirvara, Ásta Möller og Sæunn Stefánsdóttir.