133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[22:40]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það kom mér ekki á óvart að hv. þm. Mörður Árnason skyldi taka undir það réttmæta sjónarmið að varaformaður umhverfisnefndar skýrði afstöðu sína til málsins. Hann mun örugglega gera það vegna þess að hann hefur gengið mjög hart eftir því að sumir þingmenn geri grein fyrir afstöðu sinni í öðrum málum, m.a. til virkjana í Neðri-Þjórsá. Hvað eftir annað hefur hann spurt undir liðnum um störf þingsins og óskað eftir því að þingmenn, svo sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon, gerðu grein fyrir afstöðu sinni. Þess vegna á ég ekki von á öðru en að Guðjón Ólafur Jónsson geri hér skilmerkilega grein fyrir því hver ágreiningur hans er við formann umhverfisnefndar í þessu máli. (Gripið fram í.) (MÁ: Og umhverfisráðherra.)