133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[23:10]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það eru mörg og stór verkefni sem bíða í samgöngumálum þjóðarinnar. Samfylkingin styður góð mál og mun stuðla að þeim í framtíðinni, taka upp samgönguáætlun þegar kosningum lýkur og leggja áherslu á þau svæði sem höllustum fæti standa og þurfa á því að halda að samgöngur séu færðar til nútímans og jafnframt að átak verði gert í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins.