134. löggjafarþing — 1. fundur,  31. maí 2007.

drengskaparheit.

[15:36]
Hlusta

Aldursforseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Samkvæmt 2. gr. þingskapa ber þeim alþingismönnum sem nú taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni. Af hinum 24 nýkjörnu alþingismönnum hafa sjö áður setið á Alþingi sem þingmenn eða varaþingmenn. 16 nýir þingmenn undirrita drengskaparheit á þessum fundi en þeir eru:

Ármann Kr. Ólafsson, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Bjarni Harðarson, Björk Guðjónsdóttir, Gunnar Svavarsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Auk þess eru varamennirnir sem áður er getið, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir. Einn hv. þingmaður, Jón Gunnarsson, er forfallaður og vinnur sitt heit þegar hann kemur til þings. Ég vil biðja skrifstofustjóra að færa þingmönnum eiðstafinn til undirskriftar.

 

[18 þingmenn undirrituðu drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]