134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

[15:11]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl):

Virðulegi forseti. Það er spurning hvernig þetta fari saman við það ákvæði í stjórnarsáttmálanum að tryggja stöðugleika í sjávarútvegi. Sömuleiðis er ákvæði um að gerð verði sérstök athugun á aflamarkskerfinu. Það er spurning hvort þessi skýrsla sem liggur fyrir valdi því ekki að ekki sé um neinn stöðugleika að ræða í sambandi við sjávarútveginn, hvernig við eigi að bregðast og hvort ekki sé kominn tími til að gera verulegar breytingar á því kerfi sem við höfum búið við. Það var það sem ég var í raun að spyrja um og leita svara við frá hæstv. utanríkisráðherra, þ.e. hvort einhver slík sjónarmið eða skoðanir hefðu komið upp hjá henni eða flokki hennar varðandi það að taka myndarlega á í þessum efnum til að víkja frá þeirri eyðingarstefnu sem uppi er í þessum atvinnuvegi.