134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

framkvæmd þjóðlendulaga.

[15:20]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki farið rétt með ávörp hér áðan.

Hæstv. fjármálaráðherra dregur mjög úr því valdi sem hann hefur. Hann hefur vald til þess að ákveða hvort ríkisvaldið gerir kröfur inn í þinglýst lönd bænda. Ég fer fram á svar fjármálaráðherra við því hvort hann muni áfram gera kröfur inn fyrir það sem eru þinglýst lönd samkvæmt gildandi landamerkjabréfum allt frá 19. öld.