134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

Vaðlaheiðargöng.

[15:31]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Spurningin snýst um það hvort hv. þingmaður getur staðið við þetta kosningaloforð eða ekki. Samfylkingin sagði fyrir kosningar: Gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng strax. Það var hvorki meira né minna.

Þess vegna verður hæstv. samgönguráðherra annaðhvort að segja hér í þessum ræðustóli að hann standi við þau orð eða þá að viðurkenna að hann sé nú þegar búinn að svíkja þessi loforð. Það er bara um tvennt að ræða.