134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

Vaðlaheiðargöng.

[15:32]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er eiginlega dálítið gaman að vera bara í áframhaldandi kosningabaráttu hér. Ég vissi ekki að hún mundi halda áfram en það er ágætt og allt í lagi með það. (VS: Það verður kosið aftur eftir fjögur ár.) Já, það er rétt, það verður kosið eftir fjögur ár. Það er hárrétt. (Gripið fram í.) Þær kosningar munu ekki fara í Norðaust. eins og þær fóru nú. Það er alveg hárrétt.

Ég hef engu við það að bæta sem ég sagði áðan. Núna þegar ein og hálf vika er liðin frá því að núverandi ríkisstjórn tók við verður, a.m.k. af minni hálfu, leitað leiða til að setja þessa framkvæmd í gang eins og markað hefur verið. Einkaframkvæmd eða ríkisframkvæmd, það er allt opið í því og við leitum allra leiða. Aðalatriðið er að verkið fari sem fyrst í gang.