134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

umfjöllun um sjávarútvegsmál.

[15:43]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Mér leikur nokkur forvitni á að vita hvernig forseti hyggst stýra fundum í þessari viku að því er varðar málefni sem snúa að sjávarútvegi og sjávarbyggðum. Ég veit ekki fyrir víst hvort það var hæstv. forseti sem stóð fyrir því að í morgun var haldinn sérstakur fundur þar sem þingmönnum var boðið að hitta starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, hvort það var að beiðni hæstv. sjávarútvegsráðherra eða hvort það var ákvörðun formanns þingflokks sjálfstæðismanna.

Allt að því, við fengum a.m.k. að hitta forustumenn Hafrannsóknastofnunar. Um framhald málsins er mér þó ekki ljóst hvað á að verða — sjávarútvegsnefnd þingsins er ekki til.

Ég spyr hæstv. forseta hvernig hann hyggist fjalla um þá alvarlegu stöðu sem annars vegar snýr að sjávarbyggðum og hins vegar þeim tillögum sem við fengum um helgina frá Hafrannsóknastofnun að því er varðar þorskstofninn sérstaklega. Það kemur vissulega öllum landsmönnum við og einkanlega því fólki sem í sjávarbyggðunum býr.

Hvernig hyggst hæstv. forseti halda á þessum málum miðað við núverandi stöðu? Mér þætti vænt um að fá upplýst, hæstv. forseti, hvernig fundarstjórninni verður hagað að þessu leyti.