134. löggjafarþing — 4. fundur,  5. júní 2007.

þingsköp Alþingis.

10. mál
[14:40]
Hlusta

Frsm. meiri hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S):

Herra forseti. Allsherjarnefnd hefur fjallað nokkuð um þetta mál eins og fram hefur komið í umræðum. Í nefndaráliti meiri hluta kemur fram að meiri hluti nefndarinnar styðji frumvarpið á þeim forsendum sem koma fram í greinargerð með því og telur að hægt sé að afgreiða frumvarpið óháð öðrum málum sem lögð hafa verið fram. Meiri hlutinn leggur áherslu á að afgreiðslu frumvarpsins verði hraðað svo að unnt verði að kjósa fastanefndir í samræmi við efni þess svo fljótt sem auðið er.

Meiri hluti nefndarinnar gerir ekki breytingartillögu við ákvæði frumvarpsins og styður þau óbreytt en leggur jafnframt stuðning við breytingartillögu hv. þm. Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, sem lögð var fram á sérstöku þingskjali (þskj. 12).

Undir nefndarálitið rita sá er hér stendur, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ellert B. Schram, Karl V. Matthíasson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson.