134. löggjafarþing — 4. fundur,  5. júní 2007.

þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. mál
[16:09]
Hlusta

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða frumvarp til laga sem á m.a. að stuðla að því að félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði minnki gagnvart erlendu vinnuafli og eins og ég skil það er þetta einn liður til þess að bæta stöðu og réttindi þessa fólks. Þess vegna viljum við nýta okkur þennan aðlögunartíma og fresta gildistökuákvæði um frjálsa för fólks um tvö ár til 2009 og vinna um leið að því að bæta stöðu erlends vinnuafls hér á landi.

Þess vegna styð ég eindregið það frumvarp sem hér liggur fyrir. Enda var unnið að þessu máli undir forustu þáverandi utanríkisráðherra Valgerðar Sverrisdóttur, hér er því um mál að ræða sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið mikið að. Ég óska hv. formanni utanríkismálanefndar góðs gengis í því að vinna að málinu, hér er um mjög mikilvægt mál að ræða og mjög brýnt að hv. utanríkismálanefnd fari mjög vandlega ofan í þessi mál.