134. löggjafarþing — 4. fundur,  5. júní 2007.

þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. mál
[16:56]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hafa langt mál. Ég tel að búið sé að tala hér lengi um lítið. En ég vil gera alvarlegar athugasemdir við málflutning hv. 10. þm. Reykv. s.

Ég tel ekki við hæfi að í sölum Alþingis sé talað um að aðlaga fólk. Við tölum um að laga bíla, tölum um að senda hluti í viðgerð. Við tölum af meiri virðingu en þetta um fólk. Jafnvel þótt sumir vilji hafa þar einhverjar sérflokkanir á af því, að það fólk sé, ef ég hef skilið hv. þingmann rétt, vandamálafólk og sé frá vanþróuðum ríkjum.

Ég tel í rauninni ekki rétt að nota slíkar skilgreiningar um það góða vinnuafli sem við höfum fengið inn í samfélag okkar, vinnuafl sem hefur verið okkur mjög dýrmætt. Afl þess á vinnumarkaðnum hefur verið okkur mjög dýrmætt. Fólkið skulum við tala um með fullri virðingu og við skulum ekki tala um að aðlaga fólk.