134. löggjafarþing — 6. fundur,  7. júní 2007.

aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

12. mál
[14:56]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Já, það er gott, frú forseti, að hv. þingmaður skuli vera jákvæður gagnvart málinu. Það hlýtur þá að þýða að Framsóknarflokkurinn styðji þingsályktunartillöguna.

Varðandi það að þetta er nýmæli og varðandi það að kostnaðarmeta þá á ég erfitt með að skilja hvað hv. þingmaður, í ljósi þessarar jákvæðni, sé á móti því að það sé lagt fram af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvaða málefnum ríkisstjórnin ætlar að einbeita sér að því að vinna á kjörtímabilinu.

Auðvitað verður að útfæra málin og vinna þau meira og dýpra en þarna. Það er munurinn á þingsályktunartillögu og frumvarpi. Hver endanlegur kostnaður einstakra þátta er fer eftir því hvernig málin eru útfærð. Hv. þingmaður veit að það eru fleiri en ein leið, fleiri en tvær og jafnvel fleiri en þrjár í einhverjum tilfellum til að útfæra málin og komast að sömu niðurstöðunni. Fyrr er ekki hægt að tala um nákvæman kostnað. Það verður gert í heildarsamhengi ríkisfjármálanna og heildarsamhengi stöðugleikans í efnahagsmálunum á sama hátt og við unnum (Forseti hringir.) á síðasta kjörtímabili.