134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[11:14]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Erindi mitt í þennan stól er að spyrja hv. þm. Pétur Blöndal og biðja hann skýringar á því af hverju er í tillögum meiri hluta nefndarinnar miðað við 70 ára aldursmark en ekki 67 ára. Í lögum um aldraða segir skýrt að þeir eru aldraðir sem eru 67 ára og eldri. Hvað á þessi skipting í aldraða og súperaldraða að þýða?