134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

12. mál
[16:51]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ánægjulegt að fram hafi komið hjá hv. þm. Guðbjarti Hannessyni að það sé í rauninni ekki verið að greina fólk með svokallaðri uppmælingu. Það hefur að mínu mati komið mjög skýrt fram og eftirlit verði mjög strangt með því að vinna niður þessa biðlista. Ég vona að því verði fylgt eftir og það takist að vinna á biðlistunum.