134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

12. mál
[17:27]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það var ekki alhæfing, ég talaði ekkert um gæði eða galla leikskólanna, ég var ekkert að ræða um það. Ég var að ræða um hvernig þetta liti út, hvernig heimsmyndin liti út frá sjónarhorni barns sem er níu mánaða og foreldrarnir þurfa að fara að vinna af því að fæðingarorlofið er búið. Ég var bara að líta á þetta frá sjónarhorni barnsins. Yfirleitt fara börnin til dagmömmu fyrst og síðan í leikskóla. Ég tel að við þurfum virkilega að ræða þetta betur og reyna að finna lausn sem er barnvænni.