134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

Stjórnarráð Íslands.

1. mál
[20:56]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Við höfum sagt að við teljum að sú breyting sem meiri hluti allsherjarnefndar leggur til svari ekki þessari gagnrýni. Hún kemur hugsanlega að einhverju leyti til móts við hana en við teljum að hún svari ekki þeirri gagnrýni.

Við höfum farið yfir það að engum sé ljóst um hvað þessar reglur eigi að vera. Því hefur verið hafnað að hæstv. forsætisráðherra komi á fund allsherjarnefndar til gera grein fyrir áherslum sínum í þessu sambandi og hvernig hann sæi fyrir sér reglur af þessum toga og til að svara þeim spurningum sem nefndarmenn og aðrir þingmenn kunna að hafa.

Ég vísa því til þess. Við munum að sjálfsögðu ganga eftir því við 3. umr. að við fáum einhver frekari svör við því. Við teljum að breytingartillagan breyti í raun engu stóru í þessu samhengi og komi ekki til móts við þær gagnrýnisraddir sem uppi hafa verið af hálfu talsmanna stjórnarandstöðunnar í málinu og einnig af hálfu talsmanna stéttarfélaganna.