134. löggjafarþing — 9. fundur,  13. júní 2007.

aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

12. mál
[11:22]
Hlusta

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tel rétt að koma hér upp fyrir atkvæðagreiðsluna og fagna því að þetta góða og vandaða mál sem unnist hefur á ótrúlega skömmum tíma, sem er aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna, skuli vera komið til atkvæðagreiðslu og ég treysti á að sú samstaða sem ríkt hefur um málið skili sér í samstöðu allra flokka í atkvæðagreiðslunni. Þetta er nýtt, stórt og merkilegt skref í málefnum barna og færir okkur framar í röðinni hvað varðar þennan málaflokk í heiminum. Við höfum sett okkur það markmið að vera í fremstu röð í menntamálum, heilbrigðismálum og málefnum barna og ungmenna og ég fagna því að við stígum hér mjög stórt skref í þá átt.