135. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2007.

tilkynning forseta um varaþingmenn.

[10:33]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hafa bréf þriggja þingmanna, þeirra Arnbjargar Sveinsdóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Árna Páls Árnasonar, um að þau séu á förum til útlanda í erindum Alþingis til að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum frá og með mánudeginum 8. október.

Samkvæmt þessum bréfum taka sæti frá og með þeim degi þau Þorvaldur Ingvason fyrir Arnbjörgu Sveinsdóttur, Björn Valur Gíslason fyrir Steingrím J. Sigfússon og Guðmundur Steingrímsson fyrir Árna Pál Árnason.

Þegar varamenn koma til þings við upphaf þingfundar þriðjudaginn 9. október skulu tveir þeirra, þ.e. Þorvaldur Ingvason og Guðmundur Steingrímsson, sem ekki hafa áður tekið sæti á Alþingi, undirrita drengskaparheit skv. 2. gr. þingskapa.