135. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:37]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Ég átti að vísu svolítið erfitt með að átta mig á svarinu í gegnum allar þessar myndrænu lýsingar á mér í hinum ýmsu hlutverkum en ég held samt að ég skilji rétt að það hafi verið rétt ályktað hjá mér í mínu fyrra andsvari, hv. þingmaður vill að meiru af tekjuafgangi ríkissjóðs sé ráðstafað til hinna ýmsu verkefna sem hann taldi upp í ræðu sinni.