135. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[16:19]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var athyglisvert niðurlag á ræðu hv. þingmanns með að taka peninga úr umferð með því að setja þá inn í Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Nú langar mig að spyrja hv. þingmann: Hvað heldur hann að verði af peningunum þegar þeir eru komnir þangað? Fara þeir ofan í skúffu í Seðlabankanum eða hjá Ögmundi Jónassyni stjórnarformanni, hann var það síðast þegar ég vissi, eða hvort það geti verið að lífeyrissjóðurinn fjárfesti eitthvað? Hvar heldur hv. þingmaður að lífeyrissjóðurinn fjárfesti?