135. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[16:20]
Hlusta

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Þessu er auðsvarað. Ég mundi leggja til við þessa aðgerð að lífeyrissjóðunum verði uppálagt að fjárfesta fyrir þær upphæðir sem þarna væri um að ræða erlendis þannig að aukin áhættudreifing yrði í sjóðunum og fjármagninu yrði þar með haldið fyrir utan íslenska hagkerfið. Vissulega mundu þá streyma inn, ef vel gengur, arðgreiðslur vegna slíkra fjárfestinga. Ég held að sá vandi sem af því hlytist væri minni en sá vandi sem hlýst af því að hafa þessa peningana þar sem ráðherrarnir geta náð í þá og eytt þeim.