135. löggjafarþing — 5. fundur,  9. okt. 2007.

2. fsp.

[13:43]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl):

Hæstv. forseti. Í ræðu á ráðstefnu þingmanna NATO sem haldin var þann 6. október sl. sagði hæstv. utanríkisráðherra, í stjórnmálanefnd þingsins, með leyfi forseta:

„Third, Iceland now engages in the dissemination, analysis and interpretation of information among allies. The main emphasis is on threat analysis connected to our participation in peacekeeping operations. Iceland, is as well for the first time, producing information and intelligence to share with other allies, specifically regarding air activities in our area of responsibility in air surveillance and policing.“

Í lauslegri þýðingu minni: Í þriðja lagi tekur Ísland nú þátt í dreifingu upplýsinga, greiningu og túlkun upplýsinga milli bandamanna. Höfuðáherslan er greining hættu í sambandi við þátttöku okkar í friðarstarfi. Ísland er líka í fyrsta skipti að afla upplýsinga og frétta til að miðla með öðrum bandamönnum einkum hvað varðar aðgerðir í lofti á svæði sem við berum ábyrgð á.

Í tilefni þessara orða vil ég spyrja hæstv. utanríkisráðherra að gefnu tilefni: Hvaða starfsmenn utanríkisráðuneytisins eða aðrir annast þessa upplýsingaöflun eða miðlun til bandalagsþjóða og á grundvelli hvaða heimilda er þessara upplýsinga aflað og miðlað til annarra?