135. löggjafarþing — 5. fundur,  9. okt. 2007.

verslunaratvinna.

66. mál
[18:35]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er einmitt það sem ég var að segja. Það þarf enga lagasetningu um þetta mál. Markaðurinn gæti sett sér svona reglur án viðurlaga, án nokkurs, hann bara setur svona reglur.

Svo er það spurning, maður sem kaupir fallegt málverk, er hann ekki að sækjast eftir fegurðinni og af hverju ætti það að skipta máli hver nákvæmlega málaði það? Er þetta spurning um snobb eða hvað?

Svo þótti mér sérstaklega gaman að heyra hv. þingmann — sem hefur nú ekki alltaf verið þeim megin — dásama útflutning hrossa sem eitthvert fordæmi fyrir þessu frumvarpi því að landbúnaðarkerfið á Íslandi hefur stundum verið gagnrýnt fyrir ofstjórn og ofreglusetningu. (Gripið fram í.)