135. löggjafarþing — 6. fundur,  10. okt. 2007.

málefni lesblindra.

70. mál
[13:56]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Frú forseti. Ég fagna því umfjöllunarefni sem hérna er. Lesblinda er vissulega viðfangsefni sem þarf að gefa gaum. Ég vil aðeins vekja athygli á því í tengslum við þessa umræðu og aðra um menntakerfið á Íslandi að með því sem hér er rætt um að gera til úrbóta aukum við í hvert skipti kostnað sveitarfélaga án þess að það sé, að ég best veit, nokkuð rætt á sama tíma. Á hverju ári eru auknar skyldur lagðar á grunnskólann en fjárveitingar breytast ekki. Kostnaður við nám, rétt eins og kostnaður við heilsugæslu, vex stöðugt með vaxandi tækni.

Ég skora þess vegna á menntamálaráðherra að horfa til þess þáttar þegar í þessu efni.